Söngvarinn Stefán Elí gaf út lagið Grateful Grounded. Hann kynnti lagið í þættinum Íslenskri tónlist með Heiðari Austmann. „Ég samdi lagið og tók upp í fjöllum Gvatemala og skapaði það með þeim ásetningi að tengja sjálfan mig og hlustandann við þakklæti og jörðina

Söngvarinn Stefán Elí gaf út lagið Grateful Grounded. Hann kynnti lagið í þættinum Íslenskri tónlist með Heiðari Austmann. „Ég samdi lagið og tók upp í fjöllum Gvatemala og skapaði það með þeim ásetningi að tengja sjálfan mig og hlustandann við þakklæti og jörðina. Ég vann lagið í samvinnu við bandarísku söngkonuna Alainu Rose. Hún lærði jóga í Nepal og syngur möntru í seinni hluta lagsins sem virkjar innri kærleik, frið og tengingu við hjartað,“ segir Stefán í kynningunni á laginu.

Lestu meira á K100.is.