• Íbúar Hrunamannahrepps urðu í fyrsta sinn 900 talsins í desember. Þar af búa um 500 íbúanna á Flúðum.
Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir þetta vera ánægjuleg tímamót
  • Íbúar Hrunamannahrepps urðu í fyrsta sinn 900 talsins í desember. Þar af búa um 500 íbúanna á Flúðum.

Aldís Hafsteinsdóttir sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir þetta vera ánægjuleg tímamót.

Hún lýsir því í samtali við Morgunblaðið í dag hvernig væntanleg uppbygging í ferðaþjónustu muni kalla á fleira starfsfólk og þar með fleiri íbúðir á svæðinu.

Þá muni framkvæmdum við Hvammsvirkjun fylgja bættar vegtengingar sem aftur muni skapa nýjan hring á leið ferðamanna um landið. Það muni skapa tækifæri á Flúðum. » 24