Sonja Sif Þórólfsdóttir
Sonja Sif Þórólfsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Breytingar hafa orðið á fréttastjórn Morgunblaðsins. Guðmundur Sv. Hermannsson, sem verið hefur fréttastjóri um árabil, fyrst á mbl.is en síðustu ár á Morgunblaðinu, hefur ákveðið að láta af störfum fréttastjóra en starfar áfram sem blaðamaður á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is

Breytingar hafa orðið á fréttastjórn Morgunblaðsins. Guðmundur Sv. Hermannsson, sem verið hefur fréttastjóri um árabil, fyrst á mbl.is en síðustu ár á Morgunblaðinu, hefur ákveðið að láta af störfum fréttastjóra en starfar áfram sem blaðamaður á ritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is.

Sonja Sif Þórólfsdóttir kemur ný inn í fréttastjórnina sem aðstoðarfréttastjóri Morgunblaðsins og Björn Jóhann Björnsson og Kristján H. Johannessen, sem lengi hafa verið við fréttastjórn, verða fréttastjórar Morgunblaðsins.

Björn Jóhann hefur starfað við blaðamennsku frá 1988, verið á Morgunblaðinu frá 2000 og aðstoðarfréttastjóri frá 2017. Hann stundaði nám í íslensku og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.

Kristján hefur starfað á Morgunblaðinu og mbl.is frá 2011. Hann er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá sama skóla.

Sonja Sif hefur starfað á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 2018. Hún er með BA-gráðu í félagsfræði frá HÍ og MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla.

Á mbl.is verður fréttastjórn með óbreyttum hætti, þar eru áfram fréttastjórinn Jón Pétur Jónsson og aðstoðarfréttastjórarnir Skúli Halldórsson og Þorsteinn Ásgrímsson.