Skemmtilegur Ólafur Indriði Stefánsson.
Skemmtilegur Ólafur Indriði Stefánsson. — Morgunblaðið/Styrmir
Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi á næstu dögum og lýsir upp skammdegið fyrir okkur. Strákarnir okkar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og mikil spenna byrjuð að myndast

Jóhann Ingi Hafþórsson

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi á næstu dögum og lýsir upp skammdegið fyrir okkur. Strákarnir okkar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar og mikil spenna byrjuð að myndast.

Ólafur Stefánsson, einn ástsælasti íþróttamaður Íslands frá upphafi, var í viðtali við RÚV á dögunum þar sem hann ræddi möguleika íslenska liðsins. Ólafur vann silfur með íslenska liðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og brons á EM í Austurríki 2009.

Var hann m.a. spurður út í möguleika íslenska liðsins og hvað væri raunhæft markmið. Hann svaraði því á ansi skemmtilegan máta og sagði að það væri ekkert gaman að því raunhæfa. Það er varla raunhæft að íslenskt landslið í hópíþrótt nái í silfur á Ólympíuleikum og bestu augnablik Ólafs í landsliðstreyjunni voru þegar óraunhæfu markmiðin náðust.

Það er einstaklega skemmtilegt að hlusta á þennan mikla og stundum sérkennilega heila sem Ólafur er og því leiðinlegt að hann verði ekki einn af sérfræðingum ríkismiðilsins í ár. Hann er orðinn aðalþjálfari Aue í Þýskalandi og því önnum kafinn við störf hjá sínu liði.