<blockquote> Snjókoma Hjólreiðamaður í þæfingi í Álaborg í Danmörku í vikunni. </blockquote>
Snjókoma Hjólreiðamaður í þæfingi í Álaborg í Danmörku í vikunni.
— AFP/Henning Bagger
Vetrarhörkur ríkja í norrænum nágrannalöndum okkar þessa dagana, fimbulkuldi og fannfergi. Á sama tíma hefur veðrið hér á landi verið tiltölulega hæglátt og milt og líkur benda til þess að svo verði áfram um sinn. Frost hefur mælst yfir 40 gráður…
  • Vetrarhörkur ríkja í norrænum nágrannalöndum okkar þessa dagana, fimbulkuldi og fannfergi. Á sama tíma hefur veðrið hér á landi verið tiltölulega hæglátt og milt og líkur benda til þess að svo verði áfram um sinn.

Frost hefur mælst yfir 40 gráður nyrst í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og spáð er 25 stiga frosti í Ósló um helgina. Rafmagnsofnar seljast nú hratt í borginni, að sögn norska útvarpsins.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að hlýtt loft frá Atlantshafi nái ekki inn yfir Skandinavíu og á sama tíma berist þangað kalt loft að austan. Útlit er fyrir að einnig muni kólna á meginlandi Evrópu á næstunni. » 14