Jeffrey Epstein
Jeffrey Epstein
Minna var um nýjar upplýsingar en búist hafði verið við í lokuðu dómsskjölunum um Jeffrey Epstein sem birt voru á miðvikudag. Mál fjármálamannsins Jeffreys Epsteins og lagskonu hans Ghislaine Maxwell, sem nú situr af sér 20 ára fangelsisdóm fyrir…

Minna var um nýjar upplýsingar en búist hafði verið við í lokuðu dómsskjölunum um Jeffrey Epstein sem birt voru á miðvikudag. Mál fjármálamannsins Jeffreys Epsteins og lagskonu hans Ghislaine Maxwell, sem nú situr af sér 20 ára fangelsisdóm fyrir mansal, hefur vakið mikla athygli, enda nöfn margra fræga manna nefnd í tengslum við málið. Þar eru hvað þekktastir fyrrverandi Bandaríkjaforsetarnir Bill Clinton og Donald Trump, en einnig Andrés Bretaprins. Það sem er nýtt er m.a. vitnisburður Jóhönnu Sjöberg frá 2016 sem er nú birtur í heild sinni og aðrir vitnisburðir fórnarlamba Epsteins frá 1990 fram að því að hann var dæmdur í Flórída 2008 fyrir að falast eftir vændi frá unglingsstúlku. Búist er við að fleiri skjöl verði birt í málinu á næstu dögum.