Tónleikar undir yfirskriftinni Allt með hymnalagi verða haldnir í Breiðholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. janúar, kl. 15.15 sem hluti af 15:15-tónleikasyrpunni. Þar flytur Halldór Bjarki Arnarson efnisskrá sem byggist á orgeltónlist, söng og spuna, eins og segir í tilkynningu

Tónleikar undir yfirskriftinni Allt með hymnalagi verða haldnir í Breiðholtskirkju á morgun, laugardaginn 6. janúar, kl. 15.15 sem hluti af 15:15-tónleikasyrpunni. Þar flytur Halldór Bjarki Arnarson efnisskrá sem byggist á orgeltónlist, söng og spuna, eins og segir í tilkynningu. Flutt verða verk eftir Georg Muffat, Girolamo Frescobaldi, Johann Sebastian Bach og Johann Rosenmuller sem og ýmsar útsetningar Halldórs Bjarka, m.a. af sálmum úr Hymnodia Sacra og íslenska þjóðlaginu Með gleðiraust og helgum hljóm úr safni Bjarna Þorsteinssonar.