Norður ♠ KD32 ♥ DG73 ♦ Á762 ♣ 5 Vestur ♠ 975 ♥ Á852 ♦ K5 ♣ G972 Austur ♠ ÁG108 ♥ K104 ♦ 10943 ♣ ÁK Suður ♠ 64 ♥ 96 ♦ DG8 ♣ D108643 Suður spilar 2♣ dobluð

Norður

♠ KD32

♥ DG73

♦ Á762

♣ 5

Vestur

♠ 975

♥ Á852

♦ K5

♣ G972

Austur

♠ ÁG108

♥ K104

♦ 10943

♣ ÁK

Suður

♠ 64

♥ 96

♦ DG8

♣ D108643

Suður spilar 2♣ dobluð.

Hvernig verður svindl afhjúpað? Ef aðferðirnar liggja ekki fyrir (eins og hjá Reese/Shapiro og Fantoni/Nunes) er eina leiðin að skoða spilin. Boye Brogeland segir: Ef afbrigðilegar sagnir og útspil skila staðfastlega góðum árangri er líklegt að óleyfilegar upplýsingar komi við sögu. „Sönnunin er grafin í grautnum.“

Benito Garozzo þótti standa sig vel í þessu spili. „Eins og maðurinn sæi í gegnum holt og hæðir,“ skrifar Avon Wilsmore, höfundur Undir the Table. Spilið er frá HM 1974. Garozzo í vestur, Forquet í austur, Hamman og Wolff í N-S.

Eftir pass Garozzos í fyrstu hendi opnaði Wolff í norður á 1♠ og sú sögn gekk ótrufluð til Garozzos. Hann doblaði til úttektar. Forquet straffpassaði og Hamman flúði í 2♣. Og aftur doblaði Garozzo, nú til sektar. Allir pass og þrír niður, eða 800 í A-V.