[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona var í gærkvöldi tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ en hún er 25. íþróttamaðurinn sem fær sæti þar frá stofnun hennar árið 2012. Sigrún vann til fjölmargra verðlauna í keppni fatlaðra á árunum 1982 til 1996 og hæst ber…
  • Sigrún Huld Hrafnsdóttir sundkona var í gærkvöldi tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ en hún er 25. íþróttamaðurinn sem fær sæti þar frá stofnun hennar árið 2012. Sigrún vann til fjölmargra verðlauna í keppni fatlaðra á árunum 1982 til 1996 og hæst ber þegar hún fékk níu gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun á Ólympíumóti þroskaskertra í Madríd árið 1992.
  • Knattspyrnumaðurinn Anton Logi Lúðvíksson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Haugesund sem kaupir hann af Breiðabliki. Þar leikur hann undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, eins og hjá Breiðabliki undanfarin fjögur tímabil.
  • Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa er einn af sex leikmönnum ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu sem eru tilnefndir í kjörinu á besta leikmanni deildarinnar í desembermánuði.
  • Bandaríska knattspyrnukonan Haley Whitaker er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals. Hún er 23 ára bakvörður sem lék síðast með Åland United frá Álandseyjum í finnsku úrvalsdeildinni.
  • Körfuboltamaðurinn Danero Thomas er hættur við að leggja skóna á hilluna en hann kvaddi Hamarsmenn fyrir áramótin. Hann er nú genginn til liðs við Keflvíkinga.
  • Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Hanna Þráinsdóttir eru komnar til liðs við körfuboltalið Hauka. Ragnheiður kemur frá Breiðabliki sem hætti keppni í úrvalsdeildinni fyrir jólin en Hanna kemur heim til Hauka frá Bandaríkjunum þar em hún hefur leikið með háskólaliði undanfarin ár.
  • Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, er væntanlega á leiðinni til sænska félagsins Elfsborg frá uppeldisfélagi sínu. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins greinir frá. Eggert er 19 ára gamall og var einn besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð. Með liðinu leika þeir Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson.
  • Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler hefur verið útnefndur kylfingur ársins af PGA-mótaröðinni í golfi, annað árið í röð. Hann er fyrstur til að fá viðurkenninguna tvisvar í röð frá því Tiger Woods vann þrisvar í röð á árunum 2005-2007.
  • Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, tilkynnti í gær hvaða 18 leikmenn færu á Evrópumótið sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Tveir leikmenn úr 20 manna æfingahópnum sitja eftir, þeir Andri Már Rúnarsson og Þorsteinn Leó Gunnarsson, en þeir Stiven Tobar Valencia og Einar Þorsteinn Ólafsson eru á leið á sitt fyrsta stórmót.