— AFP/Kazuhiro Nogi
Fólk sést hér á gangi í borginni Wajima í Japan og sjá má á myndinni byggingu sem fór á hliðina í jarðskjálftanum á nýársdag en hann var 7,5 að stærð. Í gær birtu yfirvöld lista yfir 179 manns sem var saknað og hundruð björgunarmanna leituðu í rústum til að reyna að finna fólk á lífi

Fólk sést hér á gangi í borginni Wajima í Japan og sjá má á myndinni byggingu sem fór á hliðina í jarðskjálftanum á nýársdag en hann var 7,5 að stærð. Í gær birtu yfirvöld lista yfir 179 manns sem var saknað og hundruð björgunarmanna leituðu í rústum til að reyna að finna fólk á lífi.

Hiroshi Hase, héraðsstjóri Ishikawa-héraðs þar sem hundruð manna urðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum, sagði í gær að 72 klukkustundum eftir skjálftann væru líkur dvínandi á því að fólk fyndist. Vitað er að 84 létust í jarðskjálftanum og yfir 300 manns slösuðust.

Aðstæður til leitar eru erfiðar á svæðinu. Nærri 30 þúsund heimili voru án rafmagns í Ishikawa og tæplega 90 þúsund þar og í nágrannahéruðum án vatns.