Endurvakinn Aðdáendur rokkkóngsins geta án efa farið að hlakka til.
Endurvakinn Aðdáendur rokkkóngsins geta án efa farið að hlakka til. — AFP
Breska ríkisútvarpið hefur nú greint frá því að vekja eigi hinn fræga rokkkóng Elvis Presley til lífs á ný með aðstoð gervigreindar. Er það gert til að skapa einstaka upplifun fyrir áhorfendur sýningarinnar Elvis Evolution sem verður opnuð í London…

Breska ríkisútvarpið hefur nú greint frá því að vekja eigi hinn fræga rokkkóng Elvis Presley til lífs á ný með aðstoð gervigreindar. Er það gert til að skapa einstaka upplifun fyrir áhorfendur sýningarinnar Elvis Evolution sem verður opnuð í London í nóvember en áætlað er að flytja hana síðan til Las Vegas, Berlínar og Tókýó. Þá mun gervigreindin ná að varpa upp þrívíddarheilmynd af stjörnunni í raunstærð sem búin er til úr þúsundum mynda og myndbandsupptaka af Presley.

Breska fyrirtækið Layered Reality hefur tryggt sér alþjóðlegan rétt á sýningunni og segir stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, Andrew McGuinnes, að boðið verði upp á töfrandi tónleikaupplifun á sýningunni sem muni veita almenningi dýpri innsýn í líf Presleys og flytja aðdáendur hans aftur um marga áratugi.

Enn á þó eftir að staðfesta nákvæma staðsetningu sýningar­innar í miðbæ London en þar verður einnig bar og veitinga­staður með sérstöku Elvis-þema sem býður upp á lifandi tónlist.