Salman Rushdie
Salman Rushdie
Réttarhöldum yfir manninum sem sakaður er um að hafa stungið rithöfundinn Salman Rushdie árið 2022 verður mögulega frestað vegna útgáfu endurminninga Rushdies sem fjalla um atvikið, samkvæmt The Guardian

Réttarhöldum yfir manninum sem sakaður er um að hafa stungið rithöfundinn Salman Rushdie árið 2022 verður mögulega frestað vegna útgáfu endurminninga Rushdies sem fjalla um atvikið, samkvæmt The Guardian. Dómari í málinu, David Foley, sagði á fundi í aðdraganda réttarhaldanna 2. janúar að hinn ákærði, Hadi Matar, ætti rétt á að sjá handritið að endurminningunum og allt efni þeim tengt sem hluta af undirbúningi sínum fyrir réttarhöldin.

Hefja átti val á meðlimum kviðdómsins 8. janúar næstkomandi en lögfræðingur Matars ræður hvort hann frestar réttarhöldunum þar til hann hefur fengið aðgang að handritinu eða það gefið formlega út. Endurminningarnar munu bera titilinn Knife: Meditations After an Attempted Murder og verða gefnar út hjá Penguin 16. apríl.