Steinþór Einarsson
Steinþór Einarsson
Þrjátíu og sjö ára gamall karlmaður, Steinþór Einarsson, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október 2022. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra

Þrjátíu og sjö ára gamall karlmaður, Steinþór Einarsson, var í gær dæmdur í átta ára fangelsi. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október 2022.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Saksóknari í málinu fór fram á að Steinþór yrði aðeins dæmdur í fimm ára fangelsi eða minna, en dómurinn er umtalsvert þyngri. Steinþór sætti gæsluvarðhaldi í rúman mánuð eftir að hann var handtekinn 3. október 2022. Var honum sleppt 7. nóvember það ár og hefur verið laus síðan þá.