Norður ♠ D ♥ D8732 ♦ KG8764 ♣ 5 Vestur ♠ K9832 ♥ G10 ♦ 3 ♣ D8762 Austur ♠ G74 ♥ Á ♦ ÁD952 ♣ KG104 Suður ♠ Á1065 ♥ K9654 ♦ 10 ♣ Á93 Suður spilar 4♥

Norður

♠ D

♥ D8732

♦ KG8764

♣ 5

Vestur

♠ K9832

♥ G10

♦ 3

♣ D8762

Austur

♠ G74

♥ Á

♦ ÁD952

♣ KG104

Suður

♠ Á1065

♥ K9654

♦ 10

♣ Á93

Suður spilar 4♥.

„Eftir öll þessi ár er maður enn að sjá eitthvað nýtt.“ Eiríkur Hjaltason tók þátt í Jólamóti BH og fékk upp stöðu sem hann mundi ekki eftir að hafa séð áður. Hann opnaði á 1♥ í suður og makker hans í norður stökk í 4♥. Allir pass og tígulþristur út. Austur fékk fyrsta slaginn á tíguldrottningu og spilaði tvistinum til baka.

„Ég var alveg viss um tígulstöðuna,“ sagði Eiríkur, „en hvað gat ég gert til að koma í veg fyrir tvo tapslagi á trompið?“ Eiríkur var með Göltinn í símanum og hann fann enga leið til bjargar í þessari legu. En Eiríkur gerði sitt besta með því að stinga frá með kóng og spila svo litlu á drottninguna. Þannig má ráða við ♥ÁG eða ♥Á10 í vestur.

Óheppinn? Ekki svo. Menn voru að fara niður á 5♥ yfir 4♠ út um allan sal.