Síðasta ár var það hlýjasta sem skráð hefur verið til þessa og var hitastigið á jörðunni að jafnaði 1,48 gráðum hærra en það var fyrir upphaf iðnbyltingar á 19. öld, að því er kemur fram í skýrslu sem Copernicus, loftslagsstofnun Evrópusambandsins, birti í gær

Síðasta ár var það hlýjasta sem skráð hefur verið til þessa og var hitastigið á jörðunni að jafnaði 1,48 gráðum hærra en það var fyrir upphaf iðnbyltingar á 19. öld, að því er kemur fram í skýrslu sem Copernicus, loftslagsstofnun Evrópusambandsins, birti í gær.

AFP-fréttastofan hefur eftir Samantha Burgess aðstoðarforstjóra stofnunarinnar að í fyrsta skipti hafi hitinn alla daga ársins verið yfir 1 gráðu hærri en fyrrgreint viðmið. Og líklega hafi verið heitara á síðasta ári en á nokkru öðru tímabili í að minnsta kosti 100 þúsund ár.

Mjög óstöðugt veðurfar einkenndi árið, miklir þurrkar í Afríku og Mið-Austurlöndum, hitabylgjur í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og afar hlýr vetur í Ástralíu og Suður-Ameríku. Þá var sjávarhiti óvenjulega hár.