[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk í byrjun vikunnar 750 þúsund króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Borgarstjóri afhenti styrkinn við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Björgunarsveitin er á 93

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík fékk í byrjun vikunnar 750 þúsund króna styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Borgarstjóri afhenti styrkinn við athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Björgunarsveitin er á 93. aldursári. Saga hennar er samofin sjóbjörgunarsögu Grindavíkur en hún er sú sveit sem hefur bjargað flestum mannslífum úr sjávarháska eða 230 manns, þar af 205 með fluglínutækjum.

Guðbjörg Eyjólfsdóttir gjaldkeri sveitarinnar tók við viðurkenningarskjali úr höndum borgarstjóra og sagði hún styrkinn koma að góðum notum í starfinu fram undan enda væru enn taldar líkur á eldgosi.

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður árið 1985 af hjónunum Bentu og Valgarði Briem á fæðingardegi Gunnars, 29. desember, og var nú veitt úr sjóðnum í 38. sinn.