Tvenna Ólafur Björnsson skoraði tvö marka SR gegn Akureyringum.
Tvenna Ólafur Björnsson skoraði tvö marka SR gegn Akureyringum. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Skautafélag Reykjavíkur lagði Skautafélag Akureyrar að velli, 6:2, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í fyrrakvöld og stöðvaði með því sigurgöngu Akureyringa. SA hafði unnið fyrstu 11 leiki sína og er með 33 stig en SR er nú með 18 stig og Fjölnir 12

Skautafélag Reykjavíkur lagði Skautafélag Akureyrar að velli, 6:2, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í fyrrakvöld og stöðvaði með því sigurgöngu Akureyringa. SA hafði unnið fyrstu 11 leiki sína og er með 33 stig en SR er nú með 18 stig og Fjölnir 12. Petr Stepanek og Ólafur Björnsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir SR, Kári Arnarsson og Gunnlaugur Þorsteinsson eitt hvor. Uni Sigurðarson og Birkir Einisson skoruðu fyrir SA.