Skipti Aron er á förum frá Sirius og hefur verið orðaður við Valsmenn.
Skipti Aron er á förum frá Sirius og hefur verið orðaður við Valsmenn. — Ljósmynd/Sirius
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason verður ekki áfram hjá sænska félaginu Sirius. Jonathan Ederström, þjálfari liðsins, staðfesti tíðindin í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins í gær. Þar tók hann einnig fram að Aron væri í viðræðum við annað félag

Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason verður ekki áfram hjá sænska félaginu Sirius. Jonathan Ederström, þjálfari liðsins, staðfesti tíðindin í viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins í gær. Þar tók hann einnig fram að Aron væri í viðræðum við annað félag. Aron, sem er 28 ára gamall, hefur skorað sex mörk í 60 deildarleikjum með Sirius síðan hann kom til félagsins frá Újpest í Ungverjalandi. Hefur hann verið orðaður við Val, þar sem hann lék að láni árið 2020.