Millilandaflug Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar.
Millilandaflug Lilja D. Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar. — Ljósmynd/Íslandsstofa
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, hefur gert samning við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Verkefninu, sem nefnt er Nature Direct, er ætlað að hvetja til…

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, hefur gert samning við Íslandsstofu um áframhaldandi stuðning við markaðssetningu á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli.

Verkefninu, sem nefnt er Nature Direct, er ætlað að hvetja til samstarfs og samvinnu Íslandsstofu, Isavia, Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar um kynningu á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum fyrir beint millilandaflug á svæðinu. Samningurinn er til tveggja ára og nemur árlegt framlag til hans 15 milljónum króna. Með samningnum fá Isavia, innanlandsflugvellir og Íslandsstofa það hlutverk að kynna flugvellina sem og flugþróunarsjóð, en sjóðurinn hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði, segir í tilkynningu.

Kynna á áfangastaðina

Þá ákvað Lilja að veita Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú 20 milljóna króna framlag hvorri til þess að kynna áfangastaðina, innviði og þjónustu í boði og vöruframboð og undirbúa komu væntanlegra ferðamanna með beinu millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða.

Haft er eftir Lilju að það sé eitt af forgangsmálum hennar að stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið utan háannatíma. Það bæti rekstrarskilyrði í greininni með auknum fyrirsjáanleika og betri nýtingu innviða. Skilvirkasta leiðin til þess sé að ýta undir beint millilandaflug til flugvalla á landsbyggðinni.