[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Matvælaráðuneytið hefur greitt út 500 milljóna króna viðbótargreiðslur til 484 kúabænda. Greitt var í samræmi við innvegið magn mjólkur fyrstu ellefu mánuði ársins 2023. Skilyrði fyrir greiðslunum var jafnframt að mjólkin hefði verið framleidd í nóvember 2023

Matvælaráðuneytið hefur greitt út 500 milljóna króna viðbótargreiðslur til 484 kúabænda. Greitt var í samræmi við innvegið magn mjólkur fyrstu ellefu mánuði ársins 2023. Skilyrði fyrir greiðslunum var jafnframt að mjólkin hefði verið framleidd í nóvember 2023.

Á vef ráðuneytisins segir að greiðslurnar séu hluti viðbótarstuðnings samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis og byggist á greiningu ráðuneytisstjórahóps þriggja ráðuneyta; matvælaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og innviðaráðuneytis. Hópurinn var skipaður í lok október vegna erfiðrar fjárhagsstöðu bænda.

Í desember sl. var einnig greiddur viðbótarnýliðunarstuðningur til ungbænda, viðbótarfjárfestingastuðningur í sauðfjárrækt og nautgriparækt, viðbótarbýlisstuðningur til sauðfjárbænda og viðbótargripagreiðslur á holdakýr. Samtals hafa því verið greiddir út rúmir 2 milljarðar króna til bænda á grundvelli tilllagna ráðuneytisstjórahópsins.