Tólgarkerti Hrafnar sækja mikið í tólgarkertin í kirkjugörðum borgarinnar þegar kuldinn sverfur að og dreifa kertadósunum um allan garð.
Tólgarkerti Hrafnar sækja mikið í tólgarkertin í kirkjugörðum borgarinnar þegar kuldinn sverfur að og dreifa kertadósunum um allan garð. — Ljósmynd/Guðni Einarsson
Þeir eru ekki sjaldséðir svörtu hrafnarnir yfir kirkjugörðum Reykjavíkurborgar segir Kári Aðalsteinsson, sviðsstjóri athafna- og fasteignaumsjónar hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. „Hrafninn er búinn að sækja mikið í tólgarkerti í dósum sem eru…

Þeir eru ekki sjaldséðir svörtu hrafnarnir yfir kirkjugörðum Reykjavíkurborgar segir Kári Aðalsteinsson, sviðsstjóri athafna- og fasteignaumsjónar hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.

„Hrafninn er búinn að sækja mikið í tólgarkerti í dósum sem eru við leiðin og það hafa þeir gert í mörg ár á þessum árstíma. Þeir hreinsa mjög faglega úr öllum kertadósum sem þeir komast í, en tólgarkertin eru bara fita svo þetta er góð orka sem þeir fá þarna á þessum kaldasta tíma ársins,“ segir Kári. „Það er án efa minna æti fyrir fuglana í kuldanum og þeir ná kannski í einhverjar mýs.“ Hann segir eina gallann við þetta að þeir dreifi svolítið úr dósunum sem geri tiltektina í görðunum aðeins meiri.

Fossvogskirkjugarði var lokað um síðustu helgi vegna hálku en opnað var fyrir aðgengi aftur í byrjun vikunnar. doraosk@mbl.is