Skurðstofa Læknar á Landspítalanum framkvæma ófáar aðgerðirnar.
Skurðstofa Læknar á Landspítalanum framkvæma ófáar aðgerðirnar. — Morgunblaðið/Eggert
Mönnun í hjartaskurðlækningum verður tryggð næstu vikurnar, segir í svari Landspítalans við fyrirspurn Morgunblaðsins um stöðuna á hjartaskurðaðgerðum um þessar mundir. Hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, Tómas Guðbjartsson, greindi frá því í…

Mönnun í hjartaskurðlækningum verður tryggð næstu vikurnar, segir í svari Landspítalans við fyrirspurn Morgunblaðsins um stöðuna á hjartaskurðaðgerðum um þessar mundir.

Hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, Tómas Guðbjartsson, greindi frá því í tilkynningu til fjölmiðla í vikunni að hann væri í sjúkraleyfi frá störfum en áður hafði verið fullyrt í útvarpsþætti á RÚV og á ruv.is að framtíð hans innan spítalans væri í skoðun, eins og það var orðað.

Landspítalinn fær af og til liðsauka að utan til að minnka álagið á lækna sem starfa á spítalanum og gerir það í þessu tilfelli. „Mönnun hjartaskurðlækninga verður tryggð næstu vikurnar bæði með ráðningu hjartaskurðlæknis í hlutastarf frá áramótum og með því að fá íslenska lækna sem starfa erlendis og erlenda afleysingalækna til starfa,“ segir Andri Ólafsson upplýsingafulltrúi Landspítalans og bið eftir aðgerðum ætti að vera innan viðmiða að hans sögn.

„Nú sem fyrr verður leitast við að tryggja öllum þjónustu og að biðtími eftir skurðaðgerð sé innan viðmiða.“