Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna tónleika þessa vikuna. Í Eldborg í kvöld kl. 19.30 stjórnar Daníel Bjarnason Enigma­-tilbrigðunum eftir Edward Elgar, Ballöðu í a­-moll eftir Samuel Coleridge-Taylor og Fiðlukonsert eftir Helen Grime þar …

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður upp á tvenna tónleika þessa vikuna. Í Eldborg í kvöld kl. 19.30 stjórnar Daníel Bjarnason Enigma­-tilbrigðunum eftir Edward Elgar, Ballöðu í a­-moll eftir Samuel Coleridge-Taylor og Fiðlukonsert eftir Helen Grime þar sem Leila Josefo­wicz leikur einleik, en hún er staðarlistamaður sveitarinnar. Þorbjörg Daphne Hall stýrir tónleikakynningu í Hörpuhorni kl. 18 þar sem Grime situr fyrir svörum, en hún verður viðstödd frumflutning konsertsins á Íslandi. Í Norðurljósum annað kvöld kl. 18 kemur Josefowicz fram á einleikstónleikum þar sem hún flytur La linea evocativa eftir Matthias Pintscher og Partítu fyrir einleiksfiðlu nr. 2 eftir J.S. Bach.