Volodimír Selenskí
Volodimír Selenskí
Volodimír Selenskí forseti Úkraínu sagði að land sitt þarfnaðist sárlega fullkomnari loftvarnarkerfa þegar hann flutti ávarp í Vilníus höfuðborg Litháen í gær en Selenskí er á ferð um Eystrasaltslöndin

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu sagði að land sitt þarfnaðist sárlega fullkomnari loftvarnarkerfa þegar hann flutti ávarp í Vilníus höfuðborg Litháen í gær en Selenskí er á ferð um Eystrasaltslöndin.

Selenskí sagði að hik Vesturlanda við að veita Úkraínu frekari hernaðaraðstoð hefði fært Vladimír Pútín forseta Rússlands aukinn styrk en Rússar hafa hert loftárásir á Úkraínu að undanförnu. „Pútín mun ekki hætta,“ sagði Selenskí. „Hann vill leggja allt landið undir sig.“