Fyrirliði Nikola Bilyk hjá Kiel.
Fyrirliði Nikola Bilyk hjá Kiel. — AFP/Vladimir Simeck
Austurríki er á leið á sitt sjötta Evrópumót en liðið náði sínum besta árangri á Evrópumótinu í Austurríki, Noregi og Svíþjóð þar sem liðið hafnaði í áttunda sæti. Liðið náði sér ekki á strik á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu og hafnaði í 20

Austurríki er á leið á sitt sjötta Evrópumót en liðið náði sínum besta árangri á Evrópumótinu í Austurríki, Noregi og Svíþjóð þar sem liðið hafnaði í áttunda sæti. Liðið náði sér ekki á strik á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu og hafnaði í 20. sæti sem þótti mikil vonbrigði.

Alex Pajovic hefur stýrt liðinu frá árinu 2020 en Austurríki er eitt þriggja liða sem unnu alla sex leiki sína í undankeppni EM ásamt Frakklandi og Portúgal. Austurríki er með öflugan leikmannahóp og það mun mikið mæða á landsliðsfyrirliðanum Nikola Bilyk, sem leikur með Kiel í Þýskalandi, og Sebastian Frimmel, sem er samningsbundinn Pick Szeged í Ungverjalandi. Þá gæti ungstirnið Lukas Hutecek fengið stórt hlutverk en hann leikur með Fivers í heimalandinu. Liðið setur stefnuna á milliriðlakeppnina í Þýskalandi en til þess þarf allt að ganga upp, líkt og það gerði í undankeppninni hjá Austurríki.