Bandaríski píanóleikarinn Sebastian Picht heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20 og í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á Engjateigi á morgun kl. 16. „Á efnisskránni eru Pastoral ­sónatan eftir Beethoven, Rapsódía í h-moll eftir Brahms, Scherzo nr

Bandaríski píanóleikarinn Sebastian Picht heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld kl. 20 og í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar á Engjateigi á morgun kl. 16. „Á efnisskránni eru Pastoral ­sónatan eftir Beethoven, Rapsódía í h-moll eftir Brahms, Scherzo nr. 3 í cís-moll eftir Chopin, Ungversk rapsódía nr. 13 í a-moll eftir Liszt, Píanósónata nr. 2 í d-moll eftir Prokofiev og Rondo-Toccata eftir Edward Kalendar, sem er afi Sebastians,“ segir í kynningu. Þar kemur fram að Sebastian Picht hafi snemma hafið tónlistarnám. „Hann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið á fjölmörgum opinberum tónleikum og stundar nú nám við Peabody Institute of the Johns Hopkins University í Baltimore undir handleiðslu prófessors Alexanders Shtarkman.“ Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.