72 prósent Emil Nielsen átti ótrúlegan leik í marki Dana gegn Tékkum.
72 prósent Emil Nielsen átti ótrúlegan leik í marki Dana gegn Tékkum. — AFP/Liselotte Sabroe
Færeyingar stóðu sig vel í sínum fyrsta leik á stórmóti karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir töpuðu naumlega, 32:29, fyrir Slóveníu í Berlín. Þeir voru oft yfir framan af leiknum, síðast 17:15 í síðari hálfleiknum, en Slóvenar voru sterkari þegar á leið

Færeyingar stóðu sig vel í sínum fyrsta leik á stórmóti karla í handknattleik í gærkvöld þegar þeir töpuðu naumlega, 32:29, fyrir Slóveníu í Berlín.

Þeir voru oft yfir framan af leiknum, síðast 17:15 í síðari hálfleiknum, en Slóvenar voru sterkari þegar á leið. Elías Ellefsen á Skipagötu og Hákun West av Teigum skoruðu 9 mörk hvor fyrir Færeyinga og Aleks Vlah 8 mörk fyrir Slóvena.

Hinir leikir gærkvöldsins voru ójafnari og engin óvænt úrslit en Danir, Svíar, Norðmenn, Hollendingar og Portúgalar unnu allir.

Emil Nielsen varamarkvörður Dana var með 72 prósenta markvörslu í síðari hálfleik þegar þeir unnu Tékka, 23:14, en hann fékk aðeins fimm mörk á sig úr 18 skotum.

Sander Sagosen skoraði sex mörk fyrir Norðmenn sem unnu Pólverja auðveldlega, 32:21, og Hampus Wanne skoraði níu mörk fyrir Svía sem unnu Bosníu 29:20.