Þjálfari Kiril Lazarov er goðsögn.
Þjálfari Kiril Lazarov er goðsögn. — AFP/Stian Lysberg
Norður-Makedónía er á leið á sitt 8. stórmót en liðið náði sínum besta árangri á Evrópumóti árið 2012 í Serbíu þegar liðið hafnaði í fimmta sæti. Kiril Lazarov er þjálfari liðsins en hann er goðsögn í norðurmakedónskum handbolta og leikjahæsti og…

Norður-Makedónía er á leið á sitt 8. stórmót en liðið náði sínum besta árangri á Evrópumóti árið 2012 í Serbíu þegar liðið hafnaði í fimmta sæti. Kiril Lazarov er þjálfari liðsins en hann er goðsögn í norðurmakedónskum handbolta og leikjahæsti og markahæsti landsliðsmaður Norður-Makedóníu frá upphafi. Þetta er þriðja stórmót Norður-Makedóníu undir stjórn Lazarovs.

Það mun mikið mæða á hinum reynda fyrirliða og markverði Nikola Mitrevski sem leikur með Porto í Portúgal. Þá verða þeir Zharko Peshevski, Filip Taleski og Filip Kuzmanovski allir í stórum hlutverkum í ár.

Liðið hafnaði í 22. sæti á síðasta Evrópumóti og vonast til þess að gera betur í ár en það gæti reynst erfitt þar sem mótherjarnir í A-riðli eru gríðarlega sterkir.