Fyrirliði Nemanja Ilic er fyrirliði Serba en hann er markahæstur í Frakklandi sem stendur.
Fyrirliði Nemanja Ilic er fyrirliði Serba en hann er markahæstur í Frakklandi sem stendur. — AFP/Andrej Isakovic
Serbía tekur þátt í Evrópumótinu í 13. sinn alls en liðið mætir Íslandi í upphafsleik riðilsins í dag, 12. janúar. Spánverjinn Toni Gerona er þjálfari liðsins og hefur hann stýrt liðinu frá árinu 2020

Serbía tekur þátt í Evrópumótinu í 13. sinn alls en liðið mætir Íslandi í upphafsleik riðilsins í dag, 12. janúar.

Spánverjinn Toni Gerona er þjálfari liðsins og hefur hann stýrt liðinu frá árinu 2020. Hann starfaði lengst af hjá Barcelona hjá Spáni þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2004 til 2008 og þá stýrði hann einnig B-liði félagsins frá 2008 til 2014. Hann stýrði landsliði Túnis frá 2017 til 2020 og gerði liðið að Afríkumeisturum árið 2018 í Gabon. Þá hafnaði liði í öðru sæti á Afríkumótinu 2020 þegar mótið fór fram í Túnis en liðið tapaði þá fyrir Egyptalandi í úrslitaleik.

Það er ýmislegt í lið Serbíu spunnið þrátt fyrir að liðið hafi valdið vonbrigðum á síðustu stórmótum. Serbar höfnuðu til að mynda í 14. sæti á síðasta Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu og í 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í Svíþjóð og Póllandi.

Serbar hafa tvívegis unnið til verðlauna á Evrópumóti en liðið hafnaði í öðru sæti á EM 2012 í Serbíu þar sem það tapaði fyrir Danmörku í úrslitaleik í Belgrad, 21:19. Þá höfnuðu Serbar í þriðja sæti á EM 1996 á Spáni.

Serbar voru í erfiðum riðli í undankeppni EM, með Noregi, Slóvakíu og Finnlandi, en liðið gerði sér lítið fyrir og vann meðal annars Noreg í undankeppninni. Þá hefur liðið unnið stóra sigra á undanförnum árum, meðal annars gegn ólympíumeisturum í undankeppni EM 2022.

Kjarninn í leikmannahópi Serba hefur verið sá sami uanfarin ár og það gæti nýst þeim vel þegar Evrópumótið í Þýskalandi hefst. Reyndustu leikmenn liðsins eru líka allir á góðum aldri og markmið liðsins er að komast áfram í milliriðla hið minnsta.

Það mun mikið mæða á fyrirliðanum Nemanja Ilic sem er samningsbundinn Toulouse í frönsku 1. deildinni og er sem stendur markahæsti leikmaður deildarinnar. Markverðir Serba, Dejan Milosavljev og Vladimir Cupara, gætu reynst örlagavaldar um velgengni Serbíu á mótinu en liðið getur vel strítt sterkustu liðum Evrópu.