Evrópumeistari Nikola Portner.
Evrópumeistari Nikola Portner. — AFP/Petr David Josek
Sviss er á leið á sitt fimmta Evrópumót en liðinu hefur aldrei tekist að komast í milliriðla á EM. Bestum árangri náði Sviss á Evrópumótinu í Slóveníu árið 2004 þegar liðið hafnaði í 12. sæti. Sviss mistókst að tryggja sér sæti á síðasta Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu

Sviss er á leið á sitt fimmta Evrópumót en liðinu hefur aldrei tekist að komast í milliriðla á EM. Bestum árangri náði Sviss á Evrópumótinu í Slóveníu árið 2004 þegar liðið hafnaði í 12. sæti. Sviss mistókst að tryggja sér sæti á síðasta Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu. Liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Michaels Suters á undanförnum árum og er mjög vel mannað, þrátt fyrir að það hafi aldrei náð teljandi árangri á stórmótum í gegnum tíðina.

Markvörðurinn Nikola Portner og Lucas Meister eru báðir í stórum hlutverkum hjá Magdeburg og urðu Evrópumeistarar með liðinu síðasta sumar. Andy Schmid er lykilmaður í liðinu en hann er samningsbundinn Kirens í heimalandinu. Sviss gæti komið á óvart í riðlinum, sem er ógnarsterkur.