Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
„Það gengur auðvitað ekki að ráðherra noti opinbert vald og fari gegn lögum af þeirri ástæðu að hún sé lögunum mótfallin og telji þau úrelt. Þar kemur til álita að lög um ráðherraábyrgð eigi við,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson,…
  • „Það gengur auðvitað ekki að ráðherra noti opinbert vald og fari gegn lögum af þeirri ástæðu að hún sé lögunum mótfallin og telji þau úrelt. Þar kemur til álita að lög um ráðherraábyrgð eigi við,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

Þannig svarar hann spurningu Morgunblaðsins um hvort matvælaráðherra hafi brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð þegar hún setti reglugerð um að banna hvalveiðar tímabundið, sem umboðsmaður Alþingis segir ólögmæta í áliti sínu um málið.

Í álitinu kemur fram að ráðherrann hafi hvorki gætt meðalhófs gagnvart stjórnarskrárvörðum réttindum Hvals né lagasjónarmiðum sem bjuggu að baki reglugerðarheimild í lögum um hvalveiðar. » 2