Þjálfarinn Xavi Pascual þjálfar.
Þjálfarinn Xavi Pascual þjálfar. — AFP/Ina Fassbender
Rúmenía er á leið á sitt þriðja Evrópumót en liðið náði sínum besta árangri á EM 1996 á Spáni þegar Rúmenar höfnuðu í níunda sæti

Rúmenía er á leið á sitt þriðja Evrópumót en liðið náði sínum besta árangri á EM 1996 á Spáni þegar Rúmenar höfnuðu í níunda sæti. Liðið hefur þurft að bíða ansi langi eftir sæti í lokakeppni EM en árið 1996 var síðasta Evrópumót sem liðið tók þátt í. Rúmenía fékk einungis 4 stig í undankeppninni en tókst þrátt fyrir það að tryggja sér sæti í lokakeppninni í ár og er eina liðið sem tryggði sér sæti á EM með einungis 4 stig úr undankeppninni.

Stærsta vandamál Rúmeníu er reynsluleysi leikmanna liðsins á stórmótum en flestir leikmenn liðsins leika með stórliðunum Dinamo Búkarest og Constanta í heimalandinu. Reynsluboltinn Xavi Pascual stýrir liðinu og hefur gert það frá árinu 2021 en hann stýrði liðinu einnig frá 2016 til ársins 2018. Þá þjálfaði hann stórlið Barcelona frá 2009 til 2021. Rúmenar eru fyrst og fremst spenntir yfir því að vera komnir aftur á stórmót eftir langa bið og því eru kröfurnar ekki miklar í heimalandinu.