Heill Alex Dujshebaev er mættur.
Heill Alex Dujshebaev er mættur. — AFP/Jonathan Nackstrand
Spánn er á leið á sitt 16. Evrópumót en liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari, árið 2018 í Króatíu og 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Þá hafa Spánverjar unnið til verðlauna á síðustu fimm Evrópumeistaramótum en liðið hafnaði í öðru sæti á…

Spánn er á leið á sitt 16. Evrópumót en liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari, árið 2018 í Króatíu og 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Þá hafa Spánverjar unnið til verðlauna á síðustu fimm Evrópumeistaramótum en liðið hafnaði í öðru sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu eftir tap gegn Svíþjóð í úrslitaleik í Búdapest.

Jordi Ribera stýrir liðinu líkt og hann hefur gert frá árinu 2016 en Spánverjar eru með 66% vinningshlutfall á síðustu fimm Evrópumótum. Joan Canellas, leikmaður Kadetten í Sviss, markvörðurinn Gonzalo Pérez hjá Barcelona og Adria Figueras hjá Chartres í Frakklandi. Þá er Alex Dujshebaev, leikmaður Kielce, mættur aftur eftir að hafa misst af síðasta móti vegna axlarmeiðsla og því ljóst að það verður erfitt að stoppa Spánverja í ár.