2017 Bjarni hjá Guðna er hann baðst lausnar sem forsætisráðherra.
2017 Bjarni hjá Guðna er hann baðst lausnar sem forsætisráðherra. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu tveimur dögum fyrir jól. Hljótt fór um orðuveitinguna þar til forsetaskrifstofa fékk fyrirspurn frá Viljanum um málið og tilkynning fór á vef embættisins núna í janúar

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu tveimur dögum fyrir jól. Hljótt fór um orðuveitinguna þar til forsetaskrifstofa fékk fyrirspurn frá Viljanum um málið og tilkynning fór á vef embættisins núna í janúar.

Hefð er fyrir því að forsætisráðherrar séu sæmdir stórkrossi, sem er næstæðsta orðuveiting forsetaembættisins og aðeins keðja ásamt stórkrossi með stjörnu æðri, en hana hljóta einungis þjóðhöfðingjar. Bjarni hafði bæði verið forsætisráðherra og fjármálaráðherra áður en hann fór í utanríkisráðuneytið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kaus að vera ekki sæmd stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands. Áður hafa fyrrverandi forsætisráðherrarnir Þorsteinn Pálsson, Geir H. Haarde, Davíð Oddsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson verið sæmdir heiðursorðu stórkross hinnar íslensku fálkaorðu.