— Ljósmynd/Unsplash
Rannsóknarspurning Regínu er vinsæll liður síðdegisþáttarins Skemmtilegri leiðin heim, með þeim Ásgeiri Páli, Regínu Ósk og Jóni Axel. Um daginn sneri spurningin að ástinni, eða hvað ný pör ættu ekki að gera fyrstu tíu mánuðina

Rannsóknarspurning Regínu er vinsæll liður síðdegisþáttarins Skemmtilegri leiðin heim, með þeim Ásgeiri Páli, Regínu Ósk og Jóni Axel. Um daginn sneri spurningin að ástinni, eða hvað ný pör ættu ekki að gera fyrstu tíu mánuðina. Fjölmargir hlustendur hringdu inn en það var ekki fyrr en eftir tíu tilraunir að rétta svarið kom. Þeir fyrstu giskuðu á að þetta væri að gifta sig, flytja inn saman, kynna hvort annað fyrir foreldrum eða skiptast á húslyklum. Ekkert þessara var rétt en rétta svarið var að fara í ferðalag saman. Lestu meira á K100.is.