Reynslumikill Luka Cindric.
Reynslumikill Luka Cindric. — AFP/Mikael Fritzon
Króatía er á leið á sitt 16. Evrópumót en þrátt fyrir að liðið hafi aldrei orðið Evrópumeistari hafa Króatar þrívegis hafnaði í öðru sæti á mótinu, árið 2008 í Noregi, 2010 í Austurríki og síðast árið 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð

Króatía er á leið á sitt 16. Evrópumót en þrátt fyrir að liðið hafi aldrei orðið Evrópumeistari hafa Króatar þrívegis hafnaði í öðru sæti á mótinu, árið 2008 í Noregi, 2010 í Austurríki og síðast árið 2020 í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Þá hafa Króatar þrívegis unnið til bronsverðlauna á EM.

Goran Perkovac tók við þjálfun liðsins eftir síðasta heimsmeistaramót og er því á leið á sitt fyrsta stórmót sem þjálfari liðsins en Króatar höfnuðu í 8. sæti á síðasta Evrópumóti og 9. sæti á síðasta heimsmeistaramóti.

Domagoj Duvnjak, leikmaður Kiel, Igor Karacic, sem leikur með Kielce, og Luka Cindric, fyrrverandi leikmaður Barcelona, eru áfram lykilmenn Króata. Nýtt markvarðapar er í hópnum, Matej Mandic og Luka Lovre Klarica frá RB Zagreb. Það eru miklar væntingar gerðar til liðsins eftir vonbrigðin á síðasta EM.