Andstæður Verk eftir Guðrúnu.
Andstæður Verk eftir Guðrúnu.
INNÍ nefnist sýning sem Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar í nýju Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellis­sandi á morgun kl. 14 og verður hún með leiðsögn á staðnum. Sýningin stendur til 21

INNÍ nefnist sýning sem Guðrún Arndís Tryggvadóttir opnar í nýju Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellis­sandi á morgun kl. 14 og verður hún með leiðsögn á staðnum. Sýningin stendur til 21. apríl og er opin daglega milli kl. 10 og 16. „Steinaríkið, efnisheimurinn, jarðsögulegar tilvitnanir og menningarminjar eru grunnþemu í verkaröð sem Guðrún hefur unnið að á síðastliðnum tveimur árum og er sýningin INNÍ önnur í röð sýninga þar sem allt snýst um tímann, það sem okkur er ósýnilegt og í raun ofar okkar skilningi, þar sem allt á upptök sín og allt endar,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að ONÍ, fyrstu sýninguna í röðinni, hafi Guðrún haldið í Sesseljuhúsi á Sólheimum síðasta sumar. Allar nánari upplýsingar um verk og feril Guðrúnar má finna á tryggvadottir.com.