— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Fremur snjólétt er miðað við árstíma í Húsavíkurfjalli enda hafa hlýir vindar úr suðri leikið um landsmenn að undanförnu. Á Norðurlandi eystra hefur mælst allt að 14 stiga hiti í vikunni en sunnanlands er ögn kaldara, en þó talsverð hlýindi

Fremur snjólétt er miðað við árstíma í Húsavíkurfjalli enda hafa hlýir vindar úr suðri leikið um landsmenn að undanförnu.

Á Norðurlandi eystra hefur mælst allt að 14 stiga hiti í vikunni en sunnanlands er ögn kaldara, en þó talsverð hlýindi.

Snjó hefur leyst víðs vegar um landið og þegar færð er skoðuð á landinu er hringvegurinn að mestu greiðfær að undanskildum Austfjörðunum og suðausturhorninu þar sem hálka og hálkublettir eru á vegum.

Áfram má búast við hlýindum á landinu öllu í dag en um helgina fer veður kólnandi. Á sunnudag gæti aftur fryst á láglendi og eftir helgi er útlit fyrir að frost verði um allt land.