Norður ♠ ÁD107 ♥ KG9432 ♦ – ♣ 965 Vestur ♠ 9543 ♥ 108 ♦ D986 ♣ D42 Austur ♠ G2 ♥ D76 ♦ 10543 ♣ ÁG107 Suður ♠ K86 ♥ Á5 ♦ ÁKG72 ♣ K83 Suður spilar 6G

Norður

♠ ÁD107

♥ KG9432

♦ –

♣ 965

Vestur

♠ 9543

♥ 108

♦ D986

♣ D42

Austur

♠ G2

♥ D76

♦ 10543

♣ ÁG107

Suður

♠ K86

♥ Á5

♦ ÁKG72

♣ K83

Suður spilar 6G.

Gölturinn braut upp á útprentað A4-blað og sýndi fuglunum suðurhöndina eina og sér: „Makker opnar á hjarta og ítrekar litinn í næsta hring við tveimur tíglum. Á hvaða leið erum við?“

Óskar ugla tók strax við sér: „Við erum á leið í slemmu, svo mikið er víst.“

„Og sennilega sex grönd frekar en sex hjörtu,“ lagði Magnús mörgæs til málanna.

Spilið kom upp í jólamóti Hafnfirðinga og margir keppendur hugsuðu eins og fuglarnir og stýrðu sögnum í 6G eftir viðkomu í 4G. Átta pör, svo rétt sé með farið, sögðu slemmu í grandi.

„Það gengur svona,“ sagði Óskar þegar hann hafði skoðað allar hendur: „Vogun vinnur og vogun tapar.“

„Vogun vann á fimm borðum,“ svaraði Gölturinn. „Þar var útspilið hjartatía.“