12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skorar eitt af mörkum sínum fyrir Fram.
12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skorar eitt af mörkum sínum fyrir Fram. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Valskonur eru með fjögurra stiga forskot á toppi úrvaldsdeildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 31:21, á Hlíðarenda í gærkvöld. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val og Thea Imani Sturludóttir 5 en Embla Steindórsdóttir og…

Valskonur eru með fjögurra stiga forskot á toppi úrvaldsdeildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 31:21, á Hlíðarenda í gærkvöld.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Val og Thea Imani Sturludóttir 5 en Embla Steindórsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Stjörnuna. Hafdís Renötudóttir varði 16 skot í marki Vals.

ÍBV lenti í basli með ÍR í Vestmannaeyjum en skoraði fimm síðustu mörkin og vann 26:19. Marta Wawrzykowska varði 19 skot í marki Eyjakvenna. Sunna Jónsdóttir skoraði 5 mörk fyrir ÍBV og Karen Tinna Demian 6 fyrir ÍR.

Fram vann Aftureldingu nokkuð auðveldlega í Úlfarsárdal, 31:22. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir 8 en Sylvía Björt Blöndal skoraði 5 mörk fyrir Aftureldingu.