Pressa Þjálfarinn Alfreð Gíslason.
Pressa Þjálfarinn Alfreð Gíslason. — AFP/Johan Nilsson
Þýskaland er á leið á sitt 15. stórmót en liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari, síðast árið 2016 í Póllandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er haldið í Þýskalandi og því fylgir ákveðin pressa en liðið hafnaði í sjöunda sæti á EM í…

Þýskaland er á leið á sitt 15. stórmót en liðið hefur tvívegis orðið Evrópumeistari, síðast árið 2016 í Póllandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er haldið í Þýskalandi og því fylgir ákveðin pressa en liðið hafnaði í sjöunda sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu sem þóttu mikil vonbrigði þar á bæ. Uwe Gensheimer og Hendrik Pekeler eru horfnir á braut og þeir Julian Köster hjá Gummersbach og Juri Knorr hjá Rhein-Neckar Löwen hafa tekið við keflinu sem leiðtogar liðsins.

Þá eru margir ungir spennandi leikmenn í hópnum hjá Þýskalandi eins og markvörðurinn David Späth, Nils Lichtlein og Justus Fischer. Þjóðverjar unnu síðast til verðlauna á stórmóti á Ólympíuleikunum í Ríó þegar þeir höfnuðu í þriðja sæti og þeir ætla sér stóra hluti undir stjórn Alfreðs Gíslasonar í ár.