Knattspyrna Klara Bjartmarz hefur starfað fyrir KSÍ í þrjátíu ár.
Knattspyrna Klara Bjartmarz hefur starfað fyrir KSÍ í þrjátíu ár. — Morgunblaðið/Eggert
Klara Bjartmarz hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri KSÍ lausu eftir þrjátíu ára störf fyrir sambandið, frá árinu 1994. Hún hættir í lok febrúar til að taka við starfi hjá Landhelgisgæslu Íslands

Klara Bjartmarz hefur sagt starfi sínu sem framkvæmdastjóri KSÍ lausu eftir þrjátíu ára störf fyrir sambandið, frá árinu 1994. Hún hættir í lok febrúar til að taka við starfi hjá Landhelgisgæslu Íslands. Með hennar síðustu verkefnum verður að halda utan um ársþing KSÍ 24. febrúar og umspilsleiki kvennalandsliðsins við Serbíu um svipað leyti. Ráðning nýs framkvæmdastjóra verður því eitt af fyrstu verkefnum nýs formanns og stjórnar eftir þingið.