Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
George Orwell sagði að blaðamennska fælist í að birta það sem einhver vildi ekki að væri birt. Blaðamenn greina frá hinu fréttnæma, með sannleikann að vopni, ekki þögn, ósannindi eða undirmál. Upplýsa, beina ljósi að skuggunum.

George Orwell sagði að blaðamennska fælist í að birta það sem einhver vildi ekki að væri birt. Blaðamenn greina frá hinu fréttnæma, með sannleikann að vopni, ekki þögn, ósannindi eða undirmál. Upplýsa, beina ljósi að skuggunum.

Á miðvikudag var Hjálmari Jónssyni framkvæmdastjóra Blaðamannafélagsins sagt upp störfum af Sigríði Dögg Auðunsdóttur formanni án nokkurra sérstakra skýringa.

Hjálmar velkist ekki í vafa: „Ég tel formanninn ekki starfi sínu vaxinn og ég tel heldur ekki að fólk sem hefur ekki hreinan skjöld í fjármálum og gefur ekki skýringar í þeim efnum eigi að vera í forsvari fyrir félag eins og BÍ sem stendur fyrir gildi opinnar og lýðræðislegrar umræðu.“

Þar vísar hann til skattamála Sigríðar Daggar, sem hún hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla. Hann vildi taka það upp á vettvangi stjórnar en með þessari afleiðingu og formaðurinn genginn í störf framkvæmdastjóra, þar með væntanlega með prókúruna.

Við blasir að það er eitthvað mikið í ólagi hjá félaginu; ekki aðeins það að formaðurinn þoli ekki gagnrýni á sig, raði samherjum sínum inn á skrifstofuna og losi sig við aðra. En Hjálmar bendir á hið alvarlegasta, að formaðurinn hafni opinni og lýðræðislegri umræðu, svari hvorki fjölmiðlum né öðrum.