Sjósetning Nýja hafrannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, sjósett í skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni í gær.
Sjósetning Nýja hafrannsóknaskipið, Þórunn Þórðardóttir, sjósett í skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni í gær.
Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt hafrannsóknaskip Íslendinga, var sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni í gær. Stefnt er að því að skipinu verði siglt til landsins og það afhent í október í haust

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt hafrannsóknaskip Íslendinga, var sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni í gær. Stefnt er að því að skipinu verði siglt til landsins og það afhent í október í haust.

Þórunn Þórðardóttir, sem skipið er nefnt eftir, var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var m.a. frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.

Þórunn leysir af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu, segir í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að sjósetningin sé mikilvægur áfangi, skipið valdi byltingu í hafrannsóknum hér á landi.