Listakona Chroma stundaði nám við listaakademíu Ítalíu í Róm.
Listakona Chroma stundaði nám við listaakademíu Ítalíu í Róm.
Upphaf – Innhaf – Úthaf nefnist einkasýning sem Hulda Hlín, sem gengur undir listamannsnafninu Chroma, opnar í Gallerí Fyrirbæri á Ægisgötu 7 í dag kl. 16. Titillinn er vísun í „upphaf nýs árs og öldugang lífsins innra sem…

Upphaf – Innhaf – Úthaf nefnist einkasýning sem Hulda Hlín, sem gengur undir listamannsnafninu Chroma, opnar í Gallerí Fyrirbæri á Ægisgötu 7 í dag kl. 16. Titillinn er vísun í „upphaf nýs árs og öldugang lífsins innra sem ytra“, eins og segir í kynningu. Þar kemur fram að verkin séu „expressíf og formin minna stundum á lífverur og frumur. Við upphaf ferils listamannsins var fókusinn á ytri heima á borð við landslag og portrett, gjarnan í litsterkum expressivum stíl en landslagið liðaðist loks smám saman í sundur og úr urðu semiabstrakt og abstrakt flæðandi verk. Nú er nýtt upphaf og mun framtíðin leiða í ljós hvert sköpunin stefnir. Listamaðurinn leyfir listinni áfram að flæða í skapandi gleði.“ Allar nánari upplýsingar fá finna á chroma.blue.