— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hópur eldri blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands, BÍ, ákvað í gær að rjúfa ríflega 20 ára hefð og hittast ekki í vikulegu kaffi sínu á föstudögum í húsnæði félagsins í Síðumúla, heldur á Kjarvalsstöðum

Hópur eldri blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands, BÍ, ákvað í gær að rjúfa ríflega 20 ára hefð og hittast ekki í vikulegu kaffi sínu á föstudögum í húsnæði félagsins í Síðumúla, heldur á Kjarvalsstöðum. Með því vildi hópurinn hittast á hlutlausum stað og fá botn í atburði síðustu daga, að sögn Jóhannesar Reykdal blaðamanns.

Hjálmari Jónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra BÍ, var sagt upp störfum fyrr í vikunni. Í kjölfarið sakaði hann formann félagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, um að vera ekki með hreinan skjöld í fjármálum og að hún væri ekki starfi sínu vaxin. Á myndinni til hliðar er Hjálmar á tali við Kára Jónasson, fv. fréttastjóra á RÚV og ritstjóra Fréttablaðsins.

Stjórn félagsins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. segir að starfslok Hjálmars hafi verið einróma samþykkt vegna trúnaðarbrests, sem hafi verið „viðvarandi um nokkurra mánaða skeið“. Nánar á mbl.is.