Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í fyrravor fékk borgarstjóri bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem varað var við að lágmarksviðmiðum um fjármálaheilbrigði sveitarfélagsins væri ekki náð. Borgarstjóri brást stoltur við með því að segja að þetta væri „bara rútínubréf frá eftirlitsnefndinni“. Síðar á árinu 2023 barst borgarstjóra annað „rútínubréf“ frá eftirlitsnefndinni, en því var reyndar haldið leyndu frá október sl. og þar til í þessum mánuði þegar það var kynnt í borgarráði.

Í fyrravor fékk borgarstjóri bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem varað var við að lágmarksviðmiðum um fjármálaheilbrigði sveitarfélagsins væri ekki náð. Borgarstjóri brást stoltur við með því að segja að þetta væri „bara rútínubréf frá eftirlitsnefndinni“. Síðar á árinu 2023 barst borgarstjóra annað „rútínubréf“ frá eftirlitsnefndinni, en því var reyndar haldið leyndu frá október sl. og þar til í þessum mánuði þegar það var kynnt í borgarráði.

Fyrra „rútínubréfið“ hafði reyndar líka fengið að liggja á borði borgarstjóra í þrjá mánuði áður en það var kynnt í borgarráði og nú virðist sem það sé orðið hluti af rútínunni að upplýsa seint um aðfinnslur eftirlitsnefndarinnar og reyna jafnframt að gera sem minnst úr þeim.

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vakti af þessu tilefni athygli á gegndarlausri fjölgun borgarstarfsmanna og hratt vaxandi kostnaði. Sömuleiðis á hratt vaxandi skuldum borgarinnar á föstu verðlagi.

Þá hafi þjónustan liðið fyrir óráðsíuna en þetta allt gerðist þrátt fyrir mjög vaxandi skattbyrði Reykvíkinga. Þannig benti oddvitinn á að fyrir meðalheimili með tveimur fyrirvinnum hefði skattbyrðin í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar aukist um 627 þúsund krónur árlega. Heimilin í borginni munar um minna.