Góður Jordan Semple var með tvöfalda tvennu fyrir Þór gegn Stjörnunni.
Góður Jordan Semple var með tvöfalda tvennu fyrir Þór gegn Stjörnunni. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Þór úr Þorlákshöfn styrkti stöðu sína í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að sigra Stjörnuna, 98:92, í Þorlákshöfn. Þórsarar eru því áfram í hópi fjögurra efstu liða og eru nú fjórum stigum á undan Stjörnunni sem…

Þór úr Þorlákshöfn styrkti stöðu sína í toppbaráttu úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöld með því að sigra Stjörnuna, 98:92, í Þorlákshöfn.

Þórsarar eru því áfram í hópi fjögurra efstu liða og eru nú fjórum stigum á undan Stjörnunni sem situr í áttunda sætinu í harðnandi baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Stjörnumenn stóðu vel að vígi því þeir voru yfir, 90:84, þegar stutt var eftir en Þórsarar skoruðu fjórtán stig gegn tveimur á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn.

Jor­d­an Semple skoraði 26 stig og tók 17 frá­köst fyr­ir Þór, Darw­in Dav­is gerði 20 stig og Tómas Valur Þrastarson 18.

Ægir Þór Stein­ars­son átti stór­leik fyr­ir Stjörn­una og skoraði 28 stig og gaf tíu stoðsend­ing­ar að auki. James Ell­isor gerði 22 stig.