Ljósmynd Verk Ívars Brynjólfssonar verða í samtali við verk annarra.
Ljósmynd Verk Ívars Brynjólfssonar verða í samtali við verk annarra.
Sýningin Venjulegir staðir verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, 13. janúar, kl. 15. Hún hverfist um ljósmyndina sem miðil en þar verða ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk nokkurra annarra listamanna, þeirra Emmu Heiðarsdóttur, …

Sýningin Venjulegir staðir verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, 13. janúar, kl. 15. Hún hverfist um ljósmyndina sem miðil en þar verða ljósmyndir Ívars Brynjólfssonar í samtali við verk nokkurra annarra listamanna, þeirra Emmu Heiðarsdóttur, Haraldar Jónssonar, Joe Keys, Kristínar Sigurðardóttur, Lukas Kindermann, Ragnheiðar Gestsdóttur og Tine Bek.

Í raun er um að ræða tvíþætta sýningu því 10. febrúar verður opnuð sýningin Venjulegar myndir í austursal Gerðarsafns. Þar verður ljósmyndatæknin sjálf könnuð með vísunum í eðli miðilsins og samband ljósmyndarinnar við vísindi sem og náttúruleg fyrirbæri. En á sýningunni Venjulegir staðir, sem verður opnuð í dag í vestursal Gerðarsafns, verður sjónarhorn ljósmyndarinnar kannað með verkum sem vísa í staðleysur, hversdagsleika og brenglun hans.

Ljósmyndin er magnað fyrir­bæri. Svo ótrúlega flöt, bara doppur á blaði eða skjá. Föst í annarri víddinni, þar sem bæði töfra hennar og takmarkanir er að finna. Samt vekur hún tilfinningu fyrir rými og efni. Við skynjum myndina, trúum á hana. Þó er enginn sannleikur í myndinni nema sá sem verður til í hugskoti áhorfandans,“ segir í tilkynningu. „Upphafið að sýningunni liggur í ljósmyndinni sem er könnuð í gegnum verk í öðrum miðlum. Líkt og ljósmyndin hafi teygt sig of langt upp úr flatneskjunni og umbreyst í eitthvað annað.“

Sýningin Venjulegir staðir / Venjulegar myndir stendur til og með 31. mars 2024.