— Morgunblaðið/Binni
Ísland náði jafntefli á ævintýralegan hátt gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti karla í handknattleik í München í gær. Serbar voru með þriggja marka forskot rétt fyrir leikslok en íslenska liðið gafst ekki upp og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir

Ísland náði jafntefli á ævintýralegan hátt gegn Serbíu í fyrsta leik sínum á Evrópumóti karla í handknattleik í München í gær. Serbar voru með þriggja marka forskot rétt fyrir leikslok en íslenska liðið gafst ekki upp og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru eftir.

Þúsundir íslenskra áhorfenda voru vel með á nótunum í höllinni í München en Ísland mætir Svartfjallalandi í annarri umferð á morgun. » 41